Kringlunni 1  |  103 Reykjavík  |  Sími: 568-8467  |  Hafa samband

Happiness (52K)

Operations Research (14K)

Aðgerðarannsóknir

Notkun kerfisbundinnar aðferðafræði til þess að stuðla að betri ákvarðanatöku stjórnenda. Með því að búa til stærðfræðileg líkön af flóknum kerfum er unnt að nýta aðgerðarannsóknir til að auðvelda stjórnendum að taka markvissari ákvarðanir. Aðferðafræðin byggir á betri nýtingu tiltækra gagna, skipulagðri ígrundun á öllum mögulegum valkostum ásamt vandlegri áætlun á afleiðingum og útkomu hverrar ákvörðunar.

Econometrics and Finance (20K)

Fjármál og hagrannsóknir

ÞOR hefur á að skipa sérfræðingum sem starfað hafa hjá alþjóðlegum fjármálastofnunum á alþjóðavettvangi við fjármálagreiningar og rannsóknir á sviði fjármálamarkaða.

Vísindaleg fagmennska og hlutleysi ÞOR hefur reynst bæði opinberum aðilum og einkafyrirtækjum vel við lausn ágreinings og dómsmála, þar sem ÞOR getur kallað til bæði íslenska og erlenda sérfræðinga á ýmsum sviðum með tiltölulega stuttum fyrirvara.

Lífsgæði og vellíðan

Sálfræðirannsóknir

Vellíðan og lífsgæði er ungt rannsóknarsvið innan sálfræðinnar. Á allra síðustu árum hafa hagfræðingar einnig gefið þessu efni gaum, sem hefur skapað fræðilega umræðu og samstarf milli þessara fræðigreina sem mun leggja til verðmætar upplýsingar til stefnumótunar stjórnvalda í þessum efnum.

Rannsakendur ÞOR ehf. hafa skrifað greinar um samspil efnishyggju og vellíðunar fólks, og hafa sýnt fram á að mikil ásókn í fjárhagsleg gæði hefur ekki aðeins takmarkað gildi til aukinnar vellíðunar og hamingju, heldur veldur beinlínis kvíða og oft á tíðum óhamingju.