ÞOR - Þróun og rannsóknir er rannsóknarfyrirtæki sem samanstendur af þverfaglegum hópi fræðimanna. ÞOR veitir fyrirtækjum, stjórnvöldum og stefnumótunaraðilum óháða ráðgjöf, greiningar og rannsóknir sem byggðar eru á viðurkenndri aðferðafræði vísindanna.
ÞOR býr yfir framúrskarandi fagmönnum á sviði raun– og félagsvísinda, sem flestir hafa hlotið meistara- eða doktorsgráðu frá háskólum í fremstu röð í Bandaríkjunum og Evrópu.
Ráðgjafar ÞOR eiga að baki starfsreynslu hjá alþjóðlegum fyrirtækjum um víða veröld og hafa víðtæka reynslu af rannsóknarstörfum fyrir opinbera aðila sem og einkaaðila. Ráðgjafar ÞOR hafa einnig birt vísindagreinar í ritrýndum tímaritum innan faggreina sinna.
Styrkur hópsins og þverfagleg samvinna styrkir frekar hvern einstakling innan hópsins og stuðlar að þekkingarlegum vexti hans og um leið, samfélagsins alls.
19.-20. maí '10 - Moscone Ctr, San Francisco.
Google I/O tækniráðstefnan 2010.
28. júní -2. júlí '10 - Moscone Ctr, San Francisco.
Tækniráðstefna Apple, WWDC '10.
16.-17. sept. '10 - Hilton Reykjavík Nordica.
Driving Sustainability '10 ráðstefnan í Reykjavík.
16.-20. okt. '10 - Hilton Reykjavík Nordica.
NordiCHI 2010 ráðstefnan í Reykjavík.